top of page
Bergþóra.JPG

Bergþóra Þorsteinsdóttir

Sjúkraþjálfari

Starfssvið/áhugasvið

Öldrunarsjúkraþjálfun
Byltuforvarnir og jafnvægisþjálfun
Gigtarsjúkraþjálfun
Endurhæfing í kjölfar liðskiptaaðgerða og endurhæfing eftir brot

Sjúkraþjálfun einstaklinga með Parkinson og Parkinson-lík einkenni

Stoðkerfisvandamál og langvarandi verkjavandamál

Áhersla á mikilvægi samspils andlegrar og líkamlegrar heilsu, einstaklingsmiðaða og heildræna nálgun

 

Menntun

Útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá Osló Met University 2010

Grunnnámskeið í gigtarsjúkraþjálfun. Námskeið og námstefnur um Parkinson og Parkinson-lík einkenni. Leiðbeinendanámskeið í byltuforvörnum. Námskeið í áhugahvetjandi samtalstækni. Neurac teygju- og æfingabandanámskeið. Fjöldi netnámskeiða, námstefna og ráðstefna m.a. í tengslum við öldrunarsjúkraþjálfun, tauga- og bæklunarsjúkraþjálfun.

 

Starfsferill

Stígandi Sjúkraþjálfun 2023-

Sarpsborg kommune, Noregur 2016-2023

Våler kommune, Noregur 2015-2016
Moss kommune, Noregur 2012-2013/2015-2016

Sunnaas sykehus, Noregur 2010-2011

 

Annað

Reynsla af alhliða sjúkraþjálfun á göngu-, skammtímalegu-, endurhæfingar- og hjúkrunardeild, einnig í heimahúsum. Annast sjúkraþjálfun vegna nýtilkominna færniskerðinga og fjölveikinda, jafnvægisörðuleika og byltuhættu, endurhæfingu eftir m.a. liðskiptaaðgerð, beinbrot, hjartaáfall og versnunar á langvinnri lungnateppu. Unnið með Parkinson og lík einkenni, gigtarsjúkdóma og langvarandi stoðkerfis- og verkjavandamál. Annast hópþjálfun einstaklinga í byltuhættu, einstaklinga með Parkinson og lík einkenni á öllum stigum sjúkdóms og einstaklinga með færniskerðingu eftir heilablóðfall. Annast vatnsleikfimi fyrir einstaklinga með gigt og langvarandi stoðkerfis- og verkjavandamál. Þátttakandi í norska byltuforvarnaframtakinu “Sterk og stødig” og þverfaglega tengslanetinu ParkinsonNet. Bjó í Danmörku og Noregi í 20 ár og því altalandi á Norðurlandatungumálum.

 

Áhugamál

Samspil andlegrar og líkamlegrar heilsu. Útivist, náttúruupplifanir og tjaldútilegur með fjölskyldunni, svig- og gönguskíði og ljósmyndun.

bergthora@stigandi.is

bottom of page