top of page

Ómskoðun

omun.jpg

Kostir ómskoðunar eru fjölmargir. Um er að ræða hljóðbylgjur sem eru viðtakanda með öllu skaðlausar (engin geislun),  ómunin byggir á því að nota hljóðbylgjur sem varpað er inn í vefinn og lesa endurkast hljóðbylgnanna og umbreyta þeim í skiljanlega og lesanlega mynd.  Rannsóknin er sársaukalaus og hægt er að sýna sjúklingnum niðurstöðurnar samstundis á meðan skoðun stendur yfir, auk þess sem skjólstæðingur getur unnið með sjúkraþjálfara við sjálfa skoðunina. 

Hefðbundin stoðkerfisómskoðun tekur 15-30 mínútur eftir því hvaða líkamshluta stendur til að skoða. Hún getur verið hluti af mati á sjúklingi með einkenni frá stoðkerfi eða þáttur í inngripi eins og nálastungum eða sterasprautu. 

Það er mikilvægt að nefna að klínísk ómskoðun kemur ekki í staðinn fyrir ómskoðun, sem framkvæmd er af röntgenlækni, en er hugsuð sem viðbót við klíníska líkamsskoðun.

Klínísk stoðkerfisómskoðun getur komið í veg fyrir notkun á dýrari myndgreiningu eins og segulómskoðun 

 

            

Stoðkerfis ómun er gerð í rauntíma og getur skjólstæðingur þannig fylgst með skoðun sjúkraþjálfarans. Auk þess að vera auðveld í notkun, færanleg og hagkvæm, er einn aðal kostur ómunar, getan til að skoða og greina hreyfingar. Staðsetning og uppruni verkja er oft óljós þar sem mikill fjöldi vefja getur tekið þátt í hverri hreyfingu. Með ómun er hægt að skoða mikinn fjölda vefja í einu og getu þeirra til að starfa. Auk þess þarf oft að framkvæma hreyfingu til að framkalla verk eða óþægindi og þannig má oft greina með ómun hvað það er sem fór úrskeiðis í hreyfingunni, eða stjórnun hreyfingarinnar.

Auðvelt er að fylgjast með framförum eða breytingum í vefjum meðan á endurhæfingu stendur og auðvelda þannig ákvörðunartökur um hvað skuli gera næst og af hversu mikilli ákefð. Sem dæmi má fylgjast með:

  • Breytingu á blóðflæði

  • Breytingu á bólgu

  • Breytingu á vefnum sjálfum (t.d. þykkt og lögun á sinum)

Stoðkerfis ómun er einnig kjörin til að endurþjálfa vöðva og hreyfingar með sjónrænni endurgjöf, viðkomandi horfir á “eðlilega” hreyfingu á skjánum og reynir svo að finna hvað hann þarf að gera til að ná sömu hreyfingu í þann vöðva sem þarf að endurhæfa.

Ómun er töluvert notuð í fræðslu, til að mynda svo viðkomandi skilji betur greiningu og endurhæfingar ferlið og hversvegna og hvaða nálgun sé í boði. Þannig getur skjólstæðingur tekið aukinn þátt í að móta ferlið og tekið ábyrgð á eigin heilsu.

Sem sjónræn endurgjöf, hefur ómunin breytt notkun nálastungu og sprautunar t.d. stera og deyfilyfja í stoðkerfið. Með ómuninni má stýra nál af mikilli nákvæmni á þann stað sem óskað er eftir greininguna.

Bókanir fara fram í gegnum mottaka@stigandi.is

bottom of page