top of page

Mömmuþjálfun Stíganda

Þjálfun fyrir mæður eftir barnsburð undir leiðsögn sjúkraþjálfara

Babies and Yoga

Fátt reynir eins mikið á kvenlíkamann og að ganga með og fæða barn. Tímabilið eftir fæðingu getur auk þess verið afar krefjandi, bæði líkamlega og andlega.

 

Námskeiðið er sérsniðið til að hjálpa þér að endurheimta styrk, orku og öryggi við þjálfun. Nálgunin er einstaklingsmiðuð þar sem fræðslu er fléttað inn í æfingarnar með það markmið að hver og ein geti æft á sínum forsendum. 

Námskeiðið hentar öllum konum eftir barnsburð og börnin eru velkomin með.

Helstu áherslur

Styrktar- og stöðugleikaþjálfun fyrir mjaðmagrind, kviðvöðva og grindarbotnsvöðva.

Fræðsla um þær breytingar sem verða á líkamanum á meðgöngu og eftir fæðingu og hvernig sé best að byggja hann upp að nýju.  

Almenn styrktar- og þolþjálfun 

Liðkandi æfingar 

Innifalið í námskeiðinu

Þjálfun í sal 2x í viku í 4 vikur 

Vikuleg fræðslumyndbönd

Heimaæfing á myndbandsformi (20-30 mín) 1x í viku

Aðgangur að lokuðum Facebook-hópi þar sem frekari fræðsla og stuðningur fer fram. 

*Hægt er að bæta við aðgangi að tækjasal og öllum hóptímum Heilsuklasans á sérstökum afsláttarkjörum 

 

Grunnur: Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 14.00-14.50

Framhald: Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 10.00-10.50

 

Verð fyrir 4 vikur: 22.900.-

Þjálfari námskeiðsins er Herdís Guðrún Kjartansdóttir sjúkraþjálfari.

Hún sérhæfir sig í kvenheilsusjúkraþjálfun, er sérhæfður meðgöngu- og mömmu þjálfari (Pre- and Postnatal Specialist) og hefur kennt mömmuleikfimi frá 2015.  

bottom of page