
Anna Hlín Sverrisdóttir
Sjúkraþjálfari
Starfssvið
Greining og meðhöndlun á einkennum frá stoðkerfi
Sérstakt áhugasvið eru einkenni frá hálsi og kjálka og styrktarþjálfun hlaupara
Menntun
BSc í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 2015
Námskeið
Setið ótal námskeiða á ýmsum sviðum sjúkraþjálfunar og þjálfunar,
meðal annars greiningu og meðhöndlun kjálka- og hálsvandamála, nálastungur, o.m.fl.
Einnig setið mörg námskeið tengd endurhæfingu og þjálfun íþróttafólks sem glíma við hné-, nára-, mjaðma- og hlaupameiðsli.
Hefur setið námskeði á vegum Postural restoration institute (PRI) og notar þá hugmyndafræði mikið í sinni meðferð.
Starfsferill
Stígandi sjúkraþjálfun frá 2020
Starfandi kennari hjá Breiðu Bökin, bakleikfimi frá 2016
Heilsuborg 2017-2020
Gáski sjúkraþjálfun 2015-2017
Kennari hjá Meðgöngusund 2014-2017
Sóltún hjúkrunarheimili, sjúkraþjálfari sumarstarf 2013-2014
Félagsstörf/áhugamál
Ég hef brennandi áhuga á öllu sem tengist heilsu og hreyfingu. Er hlaupari í hlaupahóp HK og finnst fátt skemmtilegra en utanvegahlaup með góðum félögum. Er stofnandi StrongRunIceland sem sérhæfir sig í styrktarþjálfun fyrir hlaupara. Fjölskyldan er þó alltaf í fyrsta sæti og ég eyði frítíma oftar en ekki á góðum róluvelli í hverfinu.