top of page
Women Walking

Göngu- og æfingahópur

Göngu- og æfingahópur fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í hreyfingu eða eru að byrja aftur eftir langa pásu og vilja æfa undir faglegri leiðsögn sjúkraþjálfara. Áhersla er lögð á að njóta þess að hreyfa sig úti í fallegri nattúru og fara tímarnir fram á einu af fallegustu grænu svæðum höfuðborgarsvæðisins, Elliðaárdalnum. 

Gengið er frá Rafstöðvarbyggingunni í Elliðaárdal á mánudögum og fimmtudögum kl. 16:30 - 17:30. Hver tími felur í sér sambland af göngu, styrkjandi æfingum og liðkun og er álagið aðlagað að getu hvers og eins. Tíminn tekur um 45 mínútur. 

Skráning og greiðsla fer fram í gegnum Sportabler

1 mánuður: 8.900 kr

Innifalið í verði: 

  • Tvær æfingar á viku undir leiðsögn sjúkraþjálfara

  • Aðgangur að lokuðum Fésbókarhóp (Facebook) þar sem boðið er upp á ýmsa fræðslu og frekari hvatningu

bottom of page