top of page

Gigtarhópur Stíganda

Styrktar- og þolþjálfun í sundlaug og æfingasal fyrir einstaklinga með stoðkerfisvandamál vegna gigtar

Aqua aerobics, women class with male tra

Regluleg, hæfileg hreyfing er mikilvægur þáttur í meðhöndlun á öllum tegundum gigtar, þar með talið liðagigtar, hryggiktar, sóragigtar og slitgigtar. Mikilvægt er að byggja upp vöðvastyrk og beinstyrk, auka úthald og liðleika til að viðhalda og bæta hreyfifærni, vernda liði og auka almenna vellíðan.

 

Í sundlauginni er líkaminn léttari, álag á liðina minna og því gengur mörgum betur að stunda líkamsþjálfun í vatni en á þurru landi. Mótstaða vatnsins nýtist vel til styrktar- og þolþjálfunar og auðvelt er að aðlaga þyngd æfinga að hverjum og einum.

 

Í æfingasal Stíganda er lögð áhersla á styrktarþjálfun til uppbyggingar vöðva- og beinstyrks og æfingar aðlagaðar að getu hvers og eins.

Markmið tímanna er að byggja upp vöðvastyrk og beinstyrk, auka úthald og liðleika til að viðhalda og bæta hreyfifærni, vernda liði og auka almenna vellíðan.

 

Tveir hópar eru í boði og fer kennsla fram í sundlaug Markarinnar, Suðurlandsbraut 58-62, 108 Reykjavík og í æfingasal Stíganda (Heilsuklasanum), Bíldshöfða 9, 110 Reykjavík

Mánudagar í sundlaug Markarinnar. Hópur 1 kl. 14.30 / Hópur 2 kl. 15:10
Miðvikudagar í sundlaug Markarinnar. Hópur 1 kl. 14.30 / Hópur 2 kl. 15:10
Föstudagar í æfingasal Stíganda (Heilsuklasanum). Hópur 1 kl. 14:00 / Hópur 2 kl. 14:40

 

Gigtarhóparnir eru niðurgreiddir af Sjúkratryggingum Íslands sé tilvísun frá lækni til staðar og fer kostnaður eftir stöðu einstaklings innan heilbrigðiskerfisins.

Skráning fer fram í gegnum mottaka@stigandi.is eða síma 5991600. Mikilvægt er að taka fram nafn, kennitölu, símanúmer og netfang.

bottom of page