top of page

​Háls og kjálka móttaka​

Kannast þú við eitthvað af eftirfarandi vandamálum, eða þekkir einhvern sem er að glíma við eitthvað af þessum hvimleiðu vandamálum?

Við hjá Stíganda sjúkraþjálfun bjóðum upp á Háls og Kjálka Móttöku þar sem við förum ítarlega í fræðslu, skoðun og meðferð slíkra vandamála. Við höfum starfsfólk í okkar röðum með áratuga reynslu í þessum málum, auk þess erum við í góðum tengslum við tannlækna, kjálkaskurðlækna og heyrnarfræðing.

Þessi listi hér að neðan eru upptalning algengra einkenna kjálkavandamála. Kjálkinn er mest notaði liður líkamans og lendir því oft í allskonar ógöngum, oft tengdum hnykk áverkum (detta á svelli, bílslysum) langvarandi streytu (of spenna í tyggingarvöðvum) tannbreytingum (tanntökum, tannréttingum) og ýmsu fleiru.

Hafðu endilega samband við okkur og bókaðu þig í fræðslu eða fáðu tíma hjá einhverjum í teyminu og fáðu frekari upplýsingar.

Höfuðverkir

Augnvandamál

  • Verkir

  • Þurrkur

  • Óskýr sjón

Munnhol​

  • Sprungur og tannför í tungu

  • Sár og/eða línur í kinnum

  • Munnþurrkur

Tennur​

  • Verkir í tönnum (gnísta eða bíta saman)

  • Los í tönnum

  • Tannkul

Framanverður háls​

  • Erfitt/sárt að kyngja

  • Hæsi/hósti/ræskingar/raddbeiting erfið

  • Ógleði

​Kjálkar​

  • Smellir/brestir

  • Verkir/þreyta í liðum eða tyggingarvöðvum

  • Erfitt að opna/loka munni

Háls​

  • Stífleiki/þreyta/verkir

  • Höfuðverkir/svimatilfinning/ógleði

  • Verkir í öxlum/herðum/brjóstbaki

Helstu einkenni efri háls og kjálka vandamála

bottom of page