top of page

Meðgöngusund Stíganda

Vatnsþjálfun fyrir konur á meðgöngu

Young pregnant woman in green bikini swimming in pool. Underwater shot.jpg

Það eru margir kostir við að hreyfa sig í vatni á meðgöngu. Þyngdarleysi vatnsins gerir fólki almennt auðveldara fyrir að hreyfa sig og hentar því sérstaklega vel öllum sem glíma við stoðkerfisverki. Álagið á stoðkerfið allt verður minna. Mótstaða vatnsins hentar einnig vel til styrktar- og þolæfinga og auðvelt er að aðlaga álagið að hverjum og einum. Þar að auki hefur þjálfun í vatni jákvæð áhrif á sogæðakerfið og er bjúgminnkandi. 

 

Á meðgöngu er mikilvægt að halda líkamanum við og styrkja hann. Það getur flýtt bataferlinu eftir barnsburð og auðveldað athafnir sem fylgja nýjum breyttum aðstæðum svo sem brjósta-/pelagjöf, halda á barni, bera bílstól og fleira.​

Helstu áherslur

Styrktar- og stöðugleikaþjálfun fyrir mjóhrygg og mjaðmagrind

Grindarbotnsþjálfun

Fræðsla um ástand líkamans á meðgöngu og eftir auk ráðlegginga um líkamsbeitingu og fleira

Almenn styrktar- og þolþjálfun

Mjúkar, liðkandi æfingar

Slökun eða teygjur í lok hvers tíma.

Kennsla fer fram í Mörkinni, Suðurlandsbraut 58-62

 

Mánudaga og miðvikudaga kl. 13:45-14:30

4 vikur verð 22.900.-

Viðbótarvika (í lok meðgöngu) 6.900.-

Ath. Þátttakendur á námskeiðum hafa forgang á ný námskeið og býðst forskráning tveimur vikum fyrir upphaf næsta námskeiðs.

 

Greiðsluskilmálar: Greiðsla staðfestir skráningu. Hægt er að kaupa 4 vikur í senn. Þær sem hafa verið hjá okkur get keypt viðbótarviku þegar það er minna en 4 vikur í fæðingu. Ekki er boðið upp á endurgreiðslu þátttökugjalds.

Inngangur í Mörkina

Inngangur í sundlaug- mynd (002).png
bottom of page