top of page
Tying Shoelaces

Stoðleiðir

Stoðleiðir 1-3 eru námskeið á vegum Stíganda sjúkraþjálfunar

Sjúkraþjálfarar kenna alla tíma, alls 8 vikur. Þátttakendur fá fullan aðgang að líkamsrækt Heilsuklasans á meðan námskeiði stendur

Einstaklingar sem koma á vegum Virk fá einstaklingsviðtal og ráðgjöf hjá sjúkraþjálfara námskeiðsins í upphafi. Ráðgjafi fær síðan sent lokamat og greinagerð að námskeiði loknu

 

Skráning fer fram gegnum mottaka@stigandi.is eða í síma 599 1600

Stoðleið 1 - Fræðandi

Skóli og hreyfing

Hvað og hvenær? Fræðsla og þjálfun. Grunnur að því bataferli sem framundan er. Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 11-11:55.

Fyrir hverja? Alla þá sem eiga í erfiðleikum með hreyfingu eða ýmis störf vegna stoðkerfisvandamála eða verkja. Sama hvort orsökin stafar af álagi, slysi, sjúkdómum, vefjagigt, langvinnum verkjum eða öðru.

Markmiðið er að a) þátttakendur öðlist betri skilning á orsök stoðkerfis- og/eða verkjavandamáli sínu og finni aktífar leiðir út úr þeim vanda, meðal annars með reglulegri hreyfingu. b) efla öryggi og sjálfstæði þátttakenda við hreyfingu/þjálfun.


Fræðsla um stoðkerfið og verkjavandamál af ýmsum toga samhliða þjálfun. Samspil þessara þátta skoðað vel sem og áhrif þeirra á m.a. hreyfigetu og almenna líðan. Æfingar Vandaðar æfingar, mismunandi útgáfur og erfiðleikastig eftir þörfum hvers og eins. Áhersla lögð á gæði æfinga þannig að framkvæmd skili tilætluðum árangri.


Verð Átta vikur 63.900.-

Stoðleið 1 - Fyrir pólskumælandi

Edukacja i ruch

Co i kiedy?  Edukacja i trening ogólnorozwojowy.  Podstawa usprawniania procesu zdrowienia. W poniedziałki, środy i piątki o godz  09-9:50.

 

Dla kogo?  Wszystkich, którzy mają trudności z poruszaniem się lub wykonywaniem różnych prac z powodu problemów z układem mięśniowo-szkieletowym lub bólu.  Bez względu na to, czy przyczyną jest stres, wypadek, choroba, fibromialgia, przewlekły ból czy coś innego.

 

 Celem jest, aby:

a) uczestnicy lepiej zrozumieli przyczynę swoich problemów mięśniowo-szkieletowych i/lub bólowych i znaleźli aktywne sposoby wyjścia z problemu, poprzez regularne ćwiczenia i zmianę stylu życia.  

b) promować bezpieczeństwo i niezależność uczestników podczas ćwiczeń/treningów.

 

 Edukacja na temat układu mięśniowo-szkieletowego i różnego rodzaju dolegliwości bólowych oraz jak dobrać do nich odpowiedni trening. Wpływ tych czynników jest dokładnie badany i potwierdza korzyści na m.in. poprawę mobilność, ogólnej sprawności i samopoczucia. 

 

Ćwiczenia: różne wersje i poziomy trudności w zależności od potrzeb, dopasowane do każdego z osobna.  Nacisk kładziony jest na jakość ćwiczeń, aby ich wdrożenie przyniosło pożądane rezultaty.

 

 Cena za 8 tygodni: 63.900.-

Stoðleið 2 - Hvetjandi

Orka og hreyfing

Hvað og hvenær? Hópjálfun þriðjudaga og fimmtudaga kl. 11-11:55.


Fyrir hverja? Þá sem glíma við orkuleysi, þrekleysi, svefnvanda, andlega vanlíðan eða áþekk einkenni og alla þá sem vilja komast af stað í rólega og vandaða þjálfun eftir veikindi af ýmsum toga.


Markmiðið er að þátttakendur tileinki sér reglulega hreyfingu og auki úthald ásamt því að læra að þekkja eigin mörk þegar kemur að álagi, bæði við þjálfun og í daglegu lífi. 

 

Æfingar Vandaðar og rólegar æfingar. Ýmist með eigin líkamsþyngd eða í tækjum. Farið yfir mismunandi útgáfur æfinga og erfiðleikastig eftir þörfum hvers og eins. Áhersla lögð á að auka úthald að efla öryggi og sjálfstæði þátttakenda við þjálfun.


Verð Átta vikur 37.900.-

Stoðleið 3 - Styrkjandi

Stoðkerfið og hreyfing

Hvað og hvenær? Hópþjálfun mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 14-14:55.


Fyrir hverja? Þá sem glíma við stoðkerfisvandamál af ýmsum toga og þurfa stuðning sjúkraþjálfara til að komast af stað og/eða til að viðhalda hreyfingu.

 

Markmiðið er að auka styrk og úthald ásamt því að læra að þekkja eigin mörk þegar kemur að álagi, bæði í æfingum og daglegu lífi.


Æfingar Vandaðar og fjölbreyttar æfingar, ýmist með eigin líkamsþyngd eða í tækjum. Meiri ákefð en í Stoðleið 2. Mismunandi útgáfur æfinga og erfiðleikastig eftir þörfum hvers og eins. Áhersla lögð á að auka styrk og úthald og að efla öryggi og sjálfstæði þátttakenda við þjálfun.


Verð Átta vikur 53.900.-

bottom of page