Vatnsþjálfun

Stígandi býður upp á vatnsþjálfun undir leiðsögn sjúkraþjálfara fyrir einstaklinga með stoðkerfiseinkenni og/eða eru að hefja sína endurhæfingu eftir veikindi af ýmsum toga. Hvort sem um er að ræða endurhæfingu eftir nýleg meiðsl eða langvinn vandamál. Áhersla er lögð á að auka úthald og styrk ásamt því að læra að þekkja eigin mörk þegar kemur að álagi, bæði við þjálfun og í daglegu lífi. Ýmis fræðsla er í tímum, meðal annars um líkamsbeitingu, verki, jákvæð áhrif þjálfunar, streitu, slökun og öndun.
Þrenns konar hópar eru í boði, Vatnsþjálfun 1, 2 og 3. Vatnsþjálfun 1-2 eru niðurgreiddar af Sjúkratryggingum Íslands sé tilvísun frá lækni til staðar og fer kostnaður eftir stöðu einstaklings innan heilbrigðiskerfisins. Vatnsþjálfun 3 er utan kerfis og krefst ekki beiðni frá lækni en oft er hægt að sækja um styrki gegnum stéttarfélög.
Kennsla fer fram í Mörkinni, Suðurlandsbraut 58-62.
Skráning fer fram í gegnum mottaka@stigandi.is eða síma 599-1600. Mikilvægt er að taka fram nafn, kennitölu, símanúmer, netfang og ósk um hvaða stigi óskað er eftir. Athugið að biðlistar geta verið eftir plássi á námskeiðum.
Vatnsþjálfun 1
Biðlisti
Vatnsþjálfun 1 hentar vel þeim sem hafa ekki verið áður í vatnsþjálfun, eru ertanlegir eða þurfa fara rólega af stað. Á námskeiðinu er farið yfir ýmis grunnatriði í endurhæfingu og er mikil áhersla lögð á fræðslu.
-
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13:40
-
Mikil fræðsla og grunnæfingar
-
Kennarar eru sjúkraþjálfarar Stíganda sjúkraþjálfunar
-
Lengd námskeiðis er 4 vikur
-
Verð er samkvæmt gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands um hópþjálfun II ásamt komugjöldum, liggi fyrir beiðni frá lækni*
*Athugið að staða einstaklings innan greiðsluþátttökukerfis Sjúkratrygginga Íslands hefur áhrif á verðið hverju sinni
Vatnsþjálfun 2
Biðlisti
Vatnsþjálfun 2 hentar þeim sem hafa áður verið í vatnsþjálfun, eru ekki ertanlegir og/eða þekkja sín takmörk viðþjálfun en þurfa á stuðningi sjúkraþjálfara að halda. Meira álag og ákefð er í Vatnsþjálfun 2 miðað við Vatnsþjálfun 1 og er gert ráð fyrir að þátttakendur séu komnir lengra í sinni þjálfun.
-
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 12.20, 13:00, 14:20 og 15:00
-
Fræðsla og þjálfun
-
Þjálfarar eru sjúkraþjálfarar Stíganda sjúkraþjálfunar
-
Lengd námskeiðis er 4 vikur
-
Verð er samkvæmt gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands um hópþjálfun II ásamt komugjöldum, liggi fyrir beiðni frá lækni*
*Athugið að staða einstaklings innan greiðsluþátttökukerfis Sjúkratrygginga Íslands hefur áhrif á verðið hverju sinni
Vatnsþjálfun 3
Vatnsþjálfun 3 hentar þeim sem hafa áður verið í vatnsþjálfun, eru ekki ertanlegir og/eða þekkja sín takmörk við þjálfun en þurfa á stuðningi sjúkraþjálfara að halda. Álag og ákefð sambærileg og í Vatnsþjálfun 2 og er gert ráð fyrir að þátttakendur séu komnir lengra í sinni þjálfun.
-
Mánudaga og miðvikudaga kl. 11:30 eða kl. 12:15
-
Fræðsla og þjálfun. Áhersla lögð á almenna styrktar- og þolþjálfun
-
Þjálfarar eru sjúkraþjálfarar Stíganda sjúkraþjálfunar
-
Lengd námskeiðis er 8 vikur
-
Verð 18.900.- á mán. Alls 37.800.-*
*Oft styrkhæft gegnum stéttarfélög

.png)